Monday, March 24, 2008

Gleðilega páska:)







blogg blogg.. hvað á maður að blogga um?


Loksins eftir 400 pælingar um skírnina hennar Brynju þá erum við loksins búin að ákveða dag, tíma og kirkju......já og LANDSHLUTA! Aðeins flóknara með nafnið, það verður bara að koma í ljós. Kannski ekki einu sinni Brynja? Ég og Kristján eigum ekki að gera plön. Við þurfum alltaf að breyta þeim svona 10 sinnum áður en við finnum niðurstöðu. Skírn er flókið fyrirbæri. Auðvitað vil maður hafa alla sem maður þekkir en það er bara ekkert hægt. En engan vil maður heldur særa. Ef við myndum td bjóða öllum börnum líka þá yrði þetta um 100 manns. Bara fínasta fermingarveisla. Það er samt svo leiðinlegt að þurfa að skera svona niður af því að auðvitað eru börnin líka hluti af fjölskyldunni. En þá væri heldur ekki hægt að skíra blessað barnið:) Þannig að þetta verður bara allra nánasta fjölskyldan og nokkrar vinkonur sem maður er búin að þekkja síðan í æsku. Svo það sé algerlega á hreinu þá mun ég ALDREI móðgast eftir þetta ef það einhver býður mér ekki í skírn, ég skil það SVOOOO VEL:)

Annars er maður bara að dúllast í fæðingarorlofi og hafa það gaman. Brynjan mín er alltaf ÖLL hress og finnst flest allt fyndið í lífinu.
Um 2 leytið á daginn þá fer ég yfirleitt í smá göngu með vagninn og ipodinn minn. Ég elska hann poda litla. Rosalega er erfitt stundum að syngja ekki bilað mikið með og stundum jafnvel dansa og hoppa með út á miðri götu. Kannist þið við þetta?. En ég læt mér nægja í bili að hreyfa varirnar.
Mig langar ekkert smá mikið að kíkja eitthvað út í sumar. Spurning hvert? Við kærustuparið eigum nú bæði gjafabréf út þannig að maður verður nú að fara að nýta það. Þori varla með Brynju, ég er svo mikil hæna.
Jæja þetta er nóg í bili, læt nokkara myndir fylgja..