Saturday, August 23, 2008

Punktablogg

*Ríkið er fyndnasti íslenski þáttur sem ég hef á ævi minni séð bahahahah!!
*Hversu mikil fegurð er í því þegar nágannakona manns kemur með Blómvönd af Írisum yfir? Dalakonur rokka!!
*Ég ætla að vakna kl 7.15 til að horfa á íþróttir...jebbbbz ÍÞRÓTTIR. unbíbívabúl? Bílífit!! Allir velkomnir:)
*Langaði á menningarótt,svo frétti ég af rigningu. Þá varð mér kalt og er sátt með að vera bara heima..sweeeet home alabama!:)
*Góða helgi allir..SKÁL

Thursday, June 26, 2008

Kallinn fertugur í dag;)







Til hamingju með afmælið elsku ástin mín:*
Er einmitt að búa til svona morgunmat núna til að færa honum í rúmið:)

Sunday, June 22, 2008

Ble

Áður fyrr var frí að þurfa ekki að gera húsverk. Núna er frí að gera húsverk barnlaus...jájá svona er það nú bara;)

Kannast einhver við þetta?




Tuesday, April 8, 2008

Brynja








Takk fyrir að hafa tekið þátt í deginum með okkur og fyrir allar fallegu gjafnirnar. Þessi dagur var fullkominn:)
Nýjar myndir í mars albúmi og nýtt skírnar albúm í Brynju albúmi.


Saturday, March 29, 2008

Spurning?

Hversu mikil kerling er maður orðinn þegar það fer mest í taugarnar á manni af öllu að það sé ekki skiptiaðstaða á veitingastöðum?

Maður spyr sig?

Wednesday, March 26, 2008

Í+K Eiga 3 ára ammli í dag:)









Til Hamingju við:)

Monday, March 24, 2008

Gleðilega páska:)







blogg blogg.. hvað á maður að blogga um?


Loksins eftir 400 pælingar um skírnina hennar Brynju þá erum við loksins búin að ákveða dag, tíma og kirkju......já og LANDSHLUTA! Aðeins flóknara með nafnið, það verður bara að koma í ljós. Kannski ekki einu sinni Brynja? Ég og Kristján eigum ekki að gera plön. Við þurfum alltaf að breyta þeim svona 10 sinnum áður en við finnum niðurstöðu. Skírn er flókið fyrirbæri. Auðvitað vil maður hafa alla sem maður þekkir en það er bara ekkert hægt. En engan vil maður heldur særa. Ef við myndum td bjóða öllum börnum líka þá yrði þetta um 100 manns. Bara fínasta fermingarveisla. Það er samt svo leiðinlegt að þurfa að skera svona niður af því að auðvitað eru börnin líka hluti af fjölskyldunni. En þá væri heldur ekki hægt að skíra blessað barnið:) Þannig að þetta verður bara allra nánasta fjölskyldan og nokkrar vinkonur sem maður er búin að þekkja síðan í æsku. Svo það sé algerlega á hreinu þá mun ég ALDREI móðgast eftir þetta ef það einhver býður mér ekki í skírn, ég skil það SVOOOO VEL:)

Annars er maður bara að dúllast í fæðingarorlofi og hafa það gaman. Brynjan mín er alltaf ÖLL hress og finnst flest allt fyndið í lífinu.
Um 2 leytið á daginn þá fer ég yfirleitt í smá göngu með vagninn og ipodinn minn. Ég elska hann poda litla. Rosalega er erfitt stundum að syngja ekki bilað mikið með og stundum jafnvel dansa og hoppa með út á miðri götu. Kannist þið við þetta?. En ég læt mér nægja í bili að hreyfa varirnar.
Mig langar ekkert smá mikið að kíkja eitthvað út í sumar. Spurning hvert? Við kærustuparið eigum nú bæði gjafabréf út þannig að maður verður nú að fara að nýta það. Þori varla með Brynju, ég er svo mikil hæna.
Jæja þetta er nóg í bili, læt nokkara myndir fylgja..

Thursday, March 20, 2008

Hneyksli og afmæli

Mæli með að allir horfi á kompás þáttinn sem var á þriðjudaginn. Sýnir manni hvað þetta kerfi er rotið! Að maður skuli búa með barn í þessu landi er til háborinnar skammar. Þið getið séð hann HÉRNA .


Litla prinsessan mín er 3 mánaða í dag. Hún er orðin svo stór. Enginn smá munur á henni. Spurning um að fara að kaupa fermingardressið!





Tuesday, March 18, 2008

Nýjar myndir á bjútíbollu Kristjáns síðu:)







Var að bæta inn nokkrum myndum á Brynju síðu.


Snæsan er farin frá okkur:( Fórum út á borða á föstudaginn svona til að kveðja hana. Það var æðislega gaman:) Þar sem okkur leist ekkert á að hún væri að fara þá gáfum við henni flugmiða fram og til baka á Hammondhátíðina sem verður í maí. Þýðir ekkert að fara svona og láta svo ekki sjá sig sem fyrst aftur, þannig að við vorum bara að tryggja okkur hina bestu skemmtun í maí;) Skil samt ekkert afhverju við vorum að kaupa þenna flugmiða til baka!

Furðulegt að maður geri þetta ekki oftar, draga stelpurnar út að borða og eiga notalega kveldstund, þarf ekkert að vera meira en það.

Það er margt að brjótast um í hausnum á hinni nýbökuðu móður. Margt sem henni langar að gera. Spurning um að gera bara alla vitleysu sem manni dettur í hug? Annars væri mér svo sem slétt sama þótt ég myndi ekki gera neitt annað í lífinu en að eyða því með henni dóttur minni. Hún er hugsanlega skemmtilegasta og fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. En manni langar að reyna að skapa okkur betra líf og þá verður maður víst að reyna að vera svolítið frjór í hausnum þar sem það er nú ekki margt í boði á svona litlum stað.
Já pælum í því síðar.
Núna eru krakkarnir hjá okkur og verður yfir páskana. 7 manna fjölskylda takk fyrir pent:) En við spilum allt á rólegheitunum og höfum það öll voða gott. Svo ætla Unnur Jóna, systir hennar og börn að kíkja á okkur um helgina og kannski að marr fái að sjá framan í Lindu og Jóhönnu líka. Það yrði aldeilis gleði:)
Síjú:)

Friday, March 14, 2008

Blogg

Ég elska að lesa blogg. Ég vildi að fleiri vinkonur mínar myndu blogga. Aðallega af því að ég er svo léleg við að hringja í þær og þá er þetta fín leið til að fá fréttir. Stelpur koma svo!!:)

Stundum les ég blogg sem mér finnst svo dauðans fyndin að ég get hugsað um þau heilu dagana. Það gerist oft þegar ég les bloggið hennar Ölmu. ÞETTA finnst mér til dæmis alveg drrrrrrrep fyndið!

Stefna helgarinnar er að fara með fullt af skvísum út að borða í kveld og hafa það svo notalegt það sem eftir er helgarinnar. Set inn myndir um helgina og kannski verð dugleg að blogga, hver veit:)

Kv.Íris

Ps. Fyrst að ég er byrjuð að linka hægri vinstri þá finnst mér ÞETTA líka drep fyndið. Pant frekar stela timbri en að verða eins leiðinleg og Bubbi er orðinn.

Monday, March 10, 2008

Ohh Britney hvað sko!!